Vínylparket frá Designflooring í Bretlandi er frábært gólfefni sem er til í mörgum gerðum og ótrúlegu litaúrvali. Hægt er að velja milli viðartegunda eða náttúrusteins sem bæði hafa mjög náttúrulegt útlit og mikinn slitstyrk. Efnið er viðhaldsfrítt og er bæði límt niður eða lagt laust á gólfið allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Einnig er hægt að fá gólfefnið með hljóðdempun sem hentar einstaklega vel í fjölbýlishúsum og þar sem hljóðkröfur eru miklar.
Vínylparket hentar á öll gólf, er slitsterkt, þolir vatn og raka einstaklega vel